Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 8. október 2001 kl. 09:36

Útvarp Boðun í loftið

Boðunarkirkjan, sem Steinþór Þórðarson úr Njarðvík, veitir forstöðu hóf tilraunaútsendingar á útvarpsstöðinni Boðun 1. september sl. Stöðin er kristileg útvarpsstöð með fróðleik og rólegri tónlist. „Við verðum með mikla fræðslu í töluðu orði. Við fáum til okkar gesti sem segja frá lífi sínu.“, segir Steinþór Þórðarson en hann er ek. útvarpsstjóri Boðunar. Stöðin verður alveg laus við allann ákafa og er í góðu sambandi við Þjóðkirkjuna og menn innan hennar. Útvarp Boðun er sent út á tíðninni 105,5 og næst á Höfuðborgarsvæðinu, um Suðurnes, Vesturland og vestur á Snæfellsnes og eitthvað austur fyrir fjall og á Stokkseyri og Eyrarbakka. Útsendingar verða allan sólarhringinn en föst dagskrá hófst 1. október kl. 8. Á hverjum degi er boðið upp á Hugvekju kl. 8 og að henni lokinni ljóð dagsins. Áhersla er lögð á að öll fjölskyldan geti fundið eitthvað við sitt hæfi á stöðinni en boðið verður upp á barna- og unglingaþætti. Öll dagskrárgerð er unnin í sjálfboðavinnu en stöðin er fjármögnuð með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. „Suðurnesjafólk á svolítið í þessari stöð. Við verðum fljótlega með viðtal við Sólveigu Þórðardóttur, ljósmóður og fleiri Suðurnesjamenn“, segir Steinþór. Nánari upplýsingar um útvarpsstöðina er hægt að nálgast hjá Steinþóri í síma 861-5371 og 564-6268.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024