Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útsvarsliðið valið Grindvíkingur ársins 2012
Agnar, Margrét og Daníel eftir sigurinn í fyrra. VF-Mynd Pket.
Laugardagur 5. janúar 2013 kl. 08:16

Útsvarsliðið valið Grindvíkingur ársins 2012

Útsvarslið Grindavíkurbæjar hefur verið valið Grindvíkingur ársins 2012. Þau fengu flestar tilnefningar og var það samdóma álit valnefndar heimasíðunnar að þau séu vel að þessum titli komin. Útsvarslið Grindavíkur sigraði hina árlegu spurningakeppni RÚV síðasta vetur með glæsibrag en liðið skipuðu þau Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur.


Grindavíkurbær sigraði Fljótsdalshérað í úrslitaviðureign Útsvars, spurningakeppni bæjarfélaganna á RÚV þann 28. apríl síðastliðinn. Leikar fóru 72 - 55 okkar frábæra liði í vil.  Grindvíkingar höfðu yfirhöndina allan tímann, en áður en kom að lokaspurningunum sem gáfu flest stig munaði einungis sex stigum á liðunum. En Grindavík reyndist sterkari á lokasprettinum og tryggði sér Ómarsbjölluna í fyrsta sinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frábær liðssamvinna og liðsandi var grunnurinn að sigri Grindavíkur. Þá kom Siggeir símavinur sterkur inn. Liðið var ekki einingus vel gefið heldur vakti athygli fyrir léttleika og sló í gegn í sjónvarpinu!

Grindavíkurliðið fékk 300 þúsund króna sigurlaun frá RÚV sem sigurliðið gaf áfram í velferðarmál. Grindavíkurliðið ákvað að gefa upphæðina til Bláliljusjóðs Kvenfélags Grindavíkur sem styrkir fatlaða einstaklinga í Grindavík til kaupa á hjálpartækjum. 

Margar góðar tilnefningar bárust frá bæjarbúum um Grindvíking ársins og þakkar valnefndin fyrir þær.

Útsvarsliðið verður heiðrað á þrettándagleðinni á sunnudaginn kl. 17:00 í íþróttahúsinu.