Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útsvarsliðið söng fyrir Grindvíkinga
Þriðjudagur 20. mars 2012 kl. 10:16

Útsvarsliðið söng fyrir Grindvíkinga

Óvænt og skemmtileg uppákoma



Það var sannarlega óvænt og skemmtileg uppákoma á frábærum tónleikum Margrétar Pálsdóttur og Ársæls Mássonar á kaffihúsinu Bryggjunni sl. sunnudagskvöld.

Margrét er í Útsvarsliði Grindavíkur sem er komið í undanúrslit keppninnar á RÚV en liðsfélagar hennar, þeir Agnar Steinarsson og Daníel Pálmason, gerðu sér lítið fyrir og tróðu óvænt upp með Margréti og Ársæli á tónleikunum.

Tónleikar Margrétar og Ársæls báru yfirskriftina Blóðberg og voru þeir virkilega einlægir, heillandi og skemmtilegir. Fluttu þau lög úr ýmsum áttum við góðar undirtektir. Eins og kunnugt er stendur mú yfir menningarvika í Grindavík og er þar margt skemmtilegt í boði.

Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024