Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útsvarsliðið sækir liðsstyrk á slysó
Útsvarslið Reykjanesbæjar ásamt forseta bæjarstjórnar. F.v.: Anna Lóa Ólafsdóttir, Grétar Þór Sigurðsson, Guðrún Ösp Theódórsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 3. október 2014 kl. 09:38

Útsvarsliðið sækir liðsstyrk á slysó

– Guðrún Ösp Theódórsdóttir tekur sæti Huldu Geirsdóttur

Breytingar hafa orðið á Útsvarsliði Reykjanesbæjar. Útvarps- og hestakonan Hulda Geirsdóttir hefur yfirgefið liðið en í hennar stað er kominn liðsstyrkur frá slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Ösp Theódórsdóttir hjúkrunarfræðingur er kominn í liðið í stað Huldu. Þeir Grétar Þór Sigurðsson og Baldur Þórir Guðmundsson eru áfram í liðinu frá síðasta vetri.

Útsvarsliðið kom saman í gærkvöldi á veitingastaðnum Vocal í Keflavík til að bera saman bækur sínar. Þá var meðfylgjandi mynd tekin en með Útsvarsliðinu er Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024