Heklan
Heklan

Mannlíf

Útsvarsliðið sækir liðsstyrk á slysó
Útsvarslið Reykjanesbæjar ásamt forseta bæjarstjórnar. F.v.: Anna Lóa Ólafsdóttir, Grétar Þór Sigurðsson, Guðrún Ösp Theódórsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 3. október 2014 kl. 09:38

Útsvarsliðið sækir liðsstyrk á slysó

– Guðrún Ösp Theódórsdóttir tekur sæti Huldu Geirsdóttur

Breytingar hafa orðið á Útsvarsliði Reykjanesbæjar. Útvarps- og hestakonan Hulda Geirsdóttir hefur yfirgefið liðið en í hennar stað er kominn liðsstyrkur frá slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Ösp Theódórsdóttir hjúkrunarfræðingur er kominn í liðið í stað Huldu. Þeir Grétar Þór Sigurðsson og Baldur Þórir Guðmundsson eru áfram í liðinu frá síðasta vetri.

Útsvarsliðið kom saman í gærkvöldi á veitingastaðnum Vocal í Keflavík til að bera saman bækur sínar. Þá var meðfylgjandi mynd tekin en með Útsvarsliðinu er Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25