Útskrift hjá Krakka Akademíunni
Rúmlega þrjátíu börn af pólskum uppruna hafa lagt stund á pólskunám hjá Krakka Akademíunni í Reykjanesbæ í vetur. Í skólanum er kennt pólskt móðurmál, auk pólskrar sögu og menningar. Foreldrum nemendanna hefur staðið til boða að nýta íþrótta- og frístundastyrki frá sveitarfélögunum til námsins. Nemendurnir í vetur komu úr Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði. Í skólanum er lögð áhersla á að kenna sambærilegt námsefni og í Póllandi fyrir hvern aldur. Útskriftarathöfn Krakka Akademíunnar fór fram á dögunum. Krakka Akademían er sjálfstæð eining í eigu Sögu Akademíu málaskóla.
Á myndinni eru frá vinstri Agata Beben, kennari, Daria Luczkow, skólastjóri, þá Katarzyna Omelianiuk og Justyna Ruszel starfsmenn skólans.