Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útskrift á tjarnarseli
Föstudagur 23. maí 2003 kl. 12:40

Útskrift á tjarnarseli

Leikskólinn Tjarnasel fagnaði sumrinu með sumarhátíð í sól og sumaryl í dag. Hátíðin hófst kl. 11.00 og lauk kl. 13.00. Fjölskyldum leikskólabarna var boðið upp á fjölbreytta dagskrá að hætti leikskólans s.s. söngleik í flutningi elstu barna leikskólans, leiki, fjöldasöng með aðstoð barnanna og gítarundirleik foreldra. Boðið var upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi meðlæti.

Smellið hér til að sjá myndir!
Á sumarhátíðinni var sölusýning á handverkum sem börnin hafa verið að vinna að á síðustu vikum. Þá afhenti stjórn foreldrafélagsins leikskólanum ,,logo”, sem það hefur látið hanna.

Ljósmyndari Víkurfrétta mætti á svæðið og var ekki betur séð en allir krakkarnir og foreldrar þeirra væru í sumarskapi enda ekki annað hægt miðað við hvernig hefur viðrað síðustu daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar á sumarhátiðinni í dag. VF-myndir: SævarS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024