Útskrifaðist af enskunámskeiði 77 ára gömul
Hið fornkveðna „svo lengi lærir sem lifir“ á vel við Kristínu Guðbrandsdóttur í Reykjanesbæ. Kristín er 77 ára gömul og útskrifaðist í gær af enskunámskeiði hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Kristín sagðist ánægð með árangurinn af námskeiðinu en hún á dóttir sem er gift manni í henni Ameríku, sem var ástæðan fyrir því að hún dreif sig á námskeiðið.
Það er jú betra að geta átt einhver samskipti við tengdasoninn, „svo maður sé nú ekki alveg eins og bjáni“, eins og Kristín orðar það sjálf.
Kristín fór einnig fyrir nokkru á tölvunámskeið fyrir eldri borgara, þannig að núna er hún í tölvusamskiptum við fólkið sitt vestur um haf en fyrir námskeiðið hafði hún aldrei komist í kynni við tölvunotkun.
„Ég er mjög ánægð með þessa símenntun en finnst það sem er auglýst fyrir eldri borgara ekki nógu mikið notað. Maður getur alltaf bætt við sig fróðleik og þekkingu, burséð frá aldri og ég hvet eldri borgara til að nýta sér þessi námskeið“, sagði hin hressa, 77 ára gamla námskona.
Mynd: Kristín Guðmundsdóttir, ásamt nokkrum bekkjarsystkinum, á skólabekk í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Kristín sagðist ánægð með árangurinn af námskeiðinu en hún á dóttir sem er gift manni í henni Ameríku, sem var ástæðan fyrir því að hún dreif sig á námskeiðið.
Það er jú betra að geta átt einhver samskipti við tengdasoninn, „svo maður sé nú ekki alveg eins og bjáni“, eins og Kristín orðar það sjálf.
Kristín fór einnig fyrir nokkru á tölvunámskeið fyrir eldri borgara, þannig að núna er hún í tölvusamskiptum við fólkið sitt vestur um haf en fyrir námskeiðið hafði hún aldrei komist í kynni við tölvunotkun.
„Ég er mjög ánægð með þessa símenntun en finnst það sem er auglýst fyrir eldri borgara ekki nógu mikið notað. Maður getur alltaf bætt við sig fróðleik og þekkingu, burséð frá aldri og ég hvet eldri borgara til að nýta sér þessi námskeið“, sagði hin hressa, 77 ára gamla námskona.
Mynd: Kristín Guðmundsdóttir, ásamt nokkrum bekkjarsystkinum, á skólabekk í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. VF-mynd: Ellert Grétarsson.