Útskálakirkju breytt í kvikmyndahús
Útskálakirkju verður breytt í kvikmyndahús í kvöld, 22. nóvember, þegar kvikmyndin PASSION OF THE CHRIST eftir Mel Gibson verður sýnd kl. 19.00. Myndir er um tvær klst. að lengd. Þetta er afar vel gerð verðlaunamynd sem fjallar um píslarsögu Jesú Krists.
Myndin er bönnuð innan 16 ára, en unglingum verður hleypt inn með samþykki foreldra enda fullorðnir viðstaddir. Í myndinni er mikil þjáning og ranglætið hrópandi en einnig máttur kærleikans sýnilegur, segir í tilkynningu frá sóknarpresti.