Útskáladagurinn haldinn 13. maí
Nú hefur verið ákveðið að halda Útskáladaginn sunnudaginn 13. maí nk. og hefst hátíðin kl. 15:00 í Útskálakirkju í Garði. Hörður Gíslason formaður félags Hollvina að Útskálum setur samkomuna. Kirkjukórar Útskála og Hvalsnes syngja, þá verður einnig flutt tónlistaatriði á vegum Tónlistarskólans í Garði. Jón Hjálmarsson stjórnarformaður Menningarseturs að Útskálum og sr. Björn Sv. Björnsson sóknarprestur að Útskálum segja frá sögu, uppbyggingu og framkvæmdum að Útskálum. Í framhaldi af frásögn og tónlistaatriðum verður gengið um svæðið og framkvæmdir skoðaðar, formlegri dagskrá lýkur kl. 16:30. Nánari upplýsingar um uppbyggingu að Útskálum í Garði er að finna á heimasíðu Menningarseturs að Útskálum www.utskalar.is
Kvenfélagið Gefn mun bjóða upp á kaffi og meðlæti. Kvenfélagið var stofnað að Útskálum 9. des 1917, og er því 90 ára á þessu ári.
Er það von Hollvinafélagsins að sem flestir velunnarar Útskála sjái sér fært að mæta til að eiga góðan dag, rifja upp gamlar minnigar og skapa nýjar.
Kvenfélagið Gefn mun bjóða upp á kaffi og meðlæti. Kvenfélagið var stofnað að Útskálum 9. des 1917, og er því 90 ára á þessu ári.
Er það von Hollvinafélagsins að sem flestir velunnarar Útskála sjái sér fært að mæta til að eiga góðan dag, rifja upp gamlar minnigar og skapa nýjar.