Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útivistardagur skáta
Miðvikudagur 24. september 2003 kl. 16:46

Útivistardagur skáta

Laugardaginn 20. september 2003 fór Skátafélagið Heiðabúar með ylfingana sína í útivistardag uppí Hábajalla, þar sem leyst voru ýmis verkefni sem tengjast útivist og ferðamennsku. Grillaðar voru pylsur í boði Samkaupa og gróðursett í boði Blómavals og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Í heiðabúum eru um 70 ylfingar í fjórum deildum sem eru staðsettar í Keflavík, Njarðvík, Garði og Sandgerði. Á öllum þessum stöðum er blómlegt starf og var þessi dagur partur af starfi deildanna og ætlaður til þess að krakkarnir kynnist fleirum heldur en bara sínum hóp. Þess má geta að fundartímar deildanna eru sem hér segir. Í keflavík eru 9 ára krakkar klukkan 18:00 á mánudögum, og 10 ára krakkar klukkan 18:30 á þriðjudögum. Í Njarðvík eru 9 og 10 ára krakkar klukkan 18:30 á miðvikudögum. Í Sandgerði eru 9 og 10 ára krakar klukkan 18:00 á mánudögum. Og í Garði eru 9 og 10 ára krakkar klukkan 17:00 á miðvikudögum. Heiðabúar bjóða uppá starf fyrir alla krakka á aldrinum 9 – 18 ára. Þetta er eitthvað sem allir ættu að prófa. Ef það vakna spurningar er hægt að hafa samband við Helga í síma 860-4470.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024