Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 12:28

Útivistardagur í Kaldárseli

Nú líður að hinum árlega útivistardegi fjölskyldunnar í Kaldárseli. Hann verður sunnudaginn 13. ágúst nk. Klukkan 14 hefst dagskráin með samveru sem verður í umsjá starfsfólks sumarsins. Þar verður brugðið á leik og sungnir Kaldárselssöngvar. Auk þess verður stutt hugleiðing út frá Biblíunni eins og á kvöldvökunum í sumar. Strax eftir samkomuna geta þeir sem vilja farið í hellaferð og þá er nauðsynlegt að hafa vasaljós. Það er frekar auðveld ganga og hentar vel yngri þátttakendum. Allan daginn, eftir samveruna, verður líka hægt að taka þátt í leikjum rétt við skálann, eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Eftir að samkomunni lýkur verður kaffisala til styrktar uppbyggingarstarfi í Kaldárseli. Þar geta gestir og gangandi keypt aðgang að vel úttroðnu hlaðborði sem fyrir löngu er orðið þekkt fyrir bæði gæði og magn. Bolir merktir Kaldárseli verða seldir á útivistardeginum og kosta 900 kr. stk. Þess má geta að í ár eru 75 ár síðan elsti hluti skálans var vígður. Það er von okkar að þið getið komið og notið þess sem Kaldársel hefur að upp á að bjóða og stutt við starfið um leið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024