Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útilífnámskeið skáta - örfá pláss laus!
Laugardagur 24. júní 2006 kl. 14:36

Útilífnámskeið skáta - örfá pláss laus!

Örfá pláss eru laus á útilífsnámskeiði skáta sem hefst á mánudaginn kemur. Námskeiðið stendur dagana 26 - 30 júní og eru höfuðstöðvar þess við skátahúsið í Reykjanesbæ, Hringbraut 101. Skráning hjá Kristni í síma 8604470 eða á [email protected] Munið tómstundastyrkinn á mittreykjanes.is
 
Meðal viðfangsefna á námskeiðinu er klifur og sig, bindingar og trönugerð, kajaksiglingar, útieldun, náttúruskoðun, sund, fjöruferð, áttavitanotkun, skátaleikir og ýmislegt fleira spennandi!

Námskeiðið stendur frá mánudegi til föstudags. Námskeiðinu lýkur með því að við förum í alvöru skátaútilegu og gistum í tjaldi. Námskeiðið stendur frá 10:00 - 16:00 alla dagana nema á fimmtudeginum stendur námskeiðið frá klukkan 10:00 til 12:00 á föstudeginum.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þrautreyndir skátaforingjar: Kristinn Guðmundsson Gilwellskáti og Margrét Gunnarsdóttir dróttskáti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024