ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Mannlíf

Útileikhús fyrir alla fjölskylduna í dag - Rauðhetta sýnd í skrúðgarðinum í Njarðvík
Fimmtudagur 2. júlí 2009 kl. 08:22

Útileikhús fyrir alla fjölskylduna í dag - Rauðhetta sýnd í skrúðgarðinum í Njarðvík

Leikhópurinn Lotta mun sýna nýjustu leiksýningu sína, Rauðhettu í Skrúðgarðinum í Njarðvík í dag. Hefst sýning kl. 18 og þar sem hún fer fram utan dyra er mælst til þess að áhorfendur kl´ði sig eftir veðri.


Verkið er byggt á þremur sígildum ævintýrum, Rauðhettu og úlfinum, Hans og Grétu og Grísunum þremur, en Snæbjörn Ragnarsson skrifaði og samdi lög og tónlist í samstarfi við bróður sinn Baldur og Gunnar Ben.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Þetta er þriðja sumarið sem Leikhópurinn Lotta tekur sig til og setur upp barnasýningu. Sumarið 2007 var hið sívinsæla verk Torbjörns Egners, Dýrin í Hálsaskógi, sett á svið og í fyrra var það Galdrakarlinn í Oz í nýrri leikgerð Ármanns Guðmundssonar.


Miðaverð er óbreytt frá fyrri árum en miðinn kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir börn.


Hópurinn er á ferð um landið með sýninguna og er áætlað að sýna á yfir 50 stöðum um allt land. Nánari upplýsingar um sýningar má finna á heimasíðu hópsins www.leikhopurinnlotta.is.

Mynd: Rauðhetta og úlfurinn

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25