Útihátíðarstemmning í FS
Það var sannkölluð útihátíðarstemmning í salarkynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja á föstudaginn. Ástæðuna má rekja til þess að Þjóðhátíð í Eyjum var þemað á dimisso þessa önnina. Væntanlegir útskriftarnemendur buðu til hátíðar á sal þar sem kennarar og nemendur skólans voru kvaddir með ýmsum hætti. Hópurinn klæddist lopapeysum og regngöllum og mætti með nauðsynlegustu fylgihluti fyrir vel heppnaða útihátíð. Að sjálfsögðu var tjöldum slegið upp eins og á alvöru útihátíðum.
Á heimasíu skólans má sjá meira í myndum og máli frá þessari skemmtilegu uppákomu.
Slóðin er www.fss.is