Útgáfutónleikar Más í Stapanum á morgun
Már Gunnarsson heldur veglega útgáfutónleika í Stapa þann 12. apríl næstkomandi. Með honum á sviðinu verður sjö manna hljómsveit, aðallega skipuð af færustu hljóðfæraleikurum Póllands sem gera sér ferð til Íslands fyrir þetta tilefni. Már hefur verið á æfingu í allan dag með hljómsveitinni og er orðinn spenntur fyrir tónleikunum á morgun en mikið er lagt í tónleikana.
Ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz, mun mæta og taka þátt í að gera þetta kvöld ógleymilegt. Már kynntist Nataliu þegar hann tók þátt í risastórum tónleikum í Póllandi á síðasta ári sem sýndir voru í sjónvarpsútsendingu sem náði til 32 milljóna manna. Einnig koma fram Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Gísli Helgason fram á tónleikunum.
Tónleikarnir 12. apríl hefjast kl. 20 og standa í um tvær klukkustundir.