Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útgáfutónleikar KK: Forsala hefst í kvöld
Mánudagur 22. september 2008 kl. 12:08

Útgáfutónleikar KK: Forsala hefst í kvöld

Karlakór Keflavíkur undirbýr stórtónleika sem verða í Andrews Theatre um aðra helgi og hefst forsala aðgöngumiða í kvöld. Um er að ræða útgáfutónleika vegna disks sem kom út fyrir Ljósanótt. Á disknum er að finna 14 lög úr smiðju Keflavíkurpopparanna Rúnars Júl, Magnúsar Þórs, Jóhanns Helgasonar og Magnúsar Kjartanssonar. Þeir koma allir fram með kórnum á tónleikunum en Magnús er hljómsveitarstjóri. Á disknum er er einnig að finna lög eftir Gunnar Þórðarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn formanns kórsins hefur diskurinn fengið frábærar viðtökur en hann kom út á Ljósanótt og fylgdi kórinn útgáfunni úr hlaði með því að flytja lög af honum á hátíðarsviði Ljósanætur. Hér er um ákaflega metnaðarfullt verkefni að ræða sem verið hefur í undirbúningi kórfélaga í heilt ár.

Kynnar á tónleikunum verða stórsöngvararnir Stefán Íslandi og Davíð Ólafsson og ekki er loku fyrir það skotið að þeir muni einnig taka lagið.

Forsala aðgöngumiða stendur yfir frá mánudegi til fimmtudags kl. 20 - 22.