Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Útgáfutónleikar í Bláa lóninu
Laugardagur 15. ágúst 2009 kl. 13:55

Útgáfutónleikar í Bláa lóninu

Útgáfutónleikar í tengslum við útgáfu Blue Lagoon Soundtrack 2 eru að hefjast í Bláa Lóninu nú kl. 14 og standa til kl. 16. Platan kom í verslanir í gær. Þessi frábæra plata er hugarsmíð Margeirs Ingólfssonar, eins virtasta skífuþeytara landsins og sá hann alfarið um lagaval og hljóðblöndun, segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Náttúrulegur kraftur Bláa Lónsins hvatti Margeir Ingólfsson, eins virtasta plötusnúð Íslands, til að hljóðblanda einstakan disk fyrir Bláa Lónið árið 2006, Blue Lagoon Soundtrack. Þegar lagaval fyrir þann disk stóð yfir kom fljótlega í ljós að einn diskur myndi ekki duga til. Þess vegna var ákveðið að endurtaka leikinn og annað albúm er nú orðið að veruleika. Samstarf Bláa Lónsins og Margeirs hefur varað um árabil og er gott dæmi um nýsköpunarverkefni sem er afrakstur listamannsins Margeirs og fyrirtækis sem byggir starfsemi sína á einstakri endurnýjanlegir náttúruauðlind. Þessi magnaða plata er hljóðblönduð til að fanga hið einstaka jafnvægi milli gífurlegs sköpunarkraftsnáttúrunnar  & vísindanna sem virkja hana.

Diskurinn inniheldur 16 frábær lög - hljóðblönduð í eina samfellda heild með flytjendum eins og Bat For Lashes, Chromatics, Air, Hauki Morthens & Erlu Þorsteinsdóttur sem og sérstök Gluteus Maximus Rework útgáfa af Hjálma laginu Hafið sem var sérstaklega endurunnin fyrir þessa útgáfu.

Blue Lagoon Soundtrack 2 fylgir eftir Blue Lagoon Soundtrack sem hefur selst í tæplega 5000 eintökum en hún kom í verslanir 2006 og er enn að seljast gríðarlega vel enda tímalaus klassík og skyldueign inn á öll heimili.

Útgáfutónleikar
Til að fagna útgáfunni mun Margeir koma fram í Bláa Lóninu á milli 14 og 16 laugardaginn 15. ágúst og m.a. töfra fram tónlist sem heyra má á disknum. Landsmenn eru því hvattir til að mæta því það er hvergi betra að upplifa tónlist en ofan í hinu einstaka Bláa Lóni, þar sem tónlistin tekur á sig nýjar víddir í kyngimögnuðu umhverfi. Þeir sem hafa upplifað tónlistargjörning Margeirs í Bláa Lóninu í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina eru til vitnis um það.

Reynsla Margeirs sem plötusnúður og framleiðandi nær langt út fyrir höfuðstöðvar hans í Reykjavík. Kreditlisti Margeirs er magnaður enda hefur hann þeytt skífum í klúbbum og veislum um allan heim og framleitt tónlist fyrir mörg stærstu nöfnin í tónlistarheiminum. Margeir kemur reglulega fram á skemmtistöðum og tónlistarhátíðum ásamt því að framleiða tónlist og koma fram sem Jack Schidt, sem er helmingur Gluteus Maximus tvíeykisins, sem og leikstýra hinu einstaka atriði DJ Margeir and his Symphony Orhcestra conducted by Samuel Samuelsson.

Umslagið er hannað af verðlaunahönnuðinum Lindu Desire Loeskow og pakkningarnar eru gerðar úr 100% endurvinnanlegu efni, þar sem notast er við umhverfisvænt blek og lím, vatnslakk og ekkert plast.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024