Útgáfutónleikar Hjálma í Frumleikhúsinu
Reggae hljómsveitin Hjálmar halda útgáfutónleika í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:00.
Geisladiskur hljómsveitarinnar „Hljóðlega af stað“ kom út þann 3. september síðastliðinn og er gefinn út af Geimsteini, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar. Liðsmenn Hjálma eru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, gítar, Kristinn Snær Agnarsson, trommur, Petter Winnberg, bassi, Sigurður Halldór Guðmundsson syngur og leikur á hammond-orgel og Þorsteinn Einarsson syngur og leikur á gítar.
Lög Hjálma eru flest frumsamin en þó er að finna nokkrar erlendar reggae-perlur í líkingu við „Caution“ eftir Bob Marley í nýjum búningi og með íslenskum texta.