Útgáfutónleikar - Elíza Newman - Pie in the Sky
Nú er loksins komið að því ! Útgáfutónleikar Elízu fyrir plötuna Pie in the Sky sem kom út nýverið á vegum Smekkleysu á Íslandi verða haldnir þriðjudaginn 9.febrúar 2010 á Café Rósenberg. Platan hefur fengið frábærar viðtökur bæði gagnrýnenda og hlustenda og er fyrsta upplag uppselt á Íslandi! Elíza ætlar að skella sér heim frá Englandi þar sem hún stundar nú nám og koma með sannkallaða alþjóðlega hljómsveit með sér til að spila plötuna og fagna útgáfunni! Einnig koma fram hin frábæra kvennahljómsveit Pascal Pinon og hljómveitin Andvari sem skartar hinni efnilegu söngkonunni og Trúbtrixu Myrru Rós.
Miðaverði er stillt í hóf aðeins 1500 kr !
Miðasala verður við inngang kort og cash...! og verður diskurinn til sölu með glænýju umslagi á sérstöku tilboðsverði fyrir gesti óje!
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21.00
Með Elízu sem spilar á fiðlu , ukulele og syngur , spila :
Gísli Kristjánsson : Trommur
Ken Rose : Gítar
Alex Yeoman : Bassi
Sy Davis : hljómborð