Útgáfuteiti Klassart
Klassart fagnaði útgáfu nýrrar plötu á veitingastaðnum Paddy's á fimmtudagskvöld. Platan sem ber heitið Bréf frá París fæst í öllum helstu plötubúðum landsins.
Þau Pálmar, Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn buðu fjölskyldu og vinum upp á léttar veitingar og tóku tvö lög áður en húsið opnaði fyrir almenning og héldu síðan áfram og tóku nokkur lög við undir góðar undirtektir gesta.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti meðfylgjandi mynd af þeim systkinum. Einnig var ljósmyndari frá 245.is á staðnum og tók nokkrar myndir sem hægt er að skoða í myndasafninu með því að smella hér.