Útgáfuhátíð Geimsteins 2010 á morgun
Elsta hljómplötuútgáfa landsins, Geimsteinn heldur, upp á giftusamt útgáfuár um þessar mundir. Listamenn útgáfunnar hafa þetta árið dælt út hverjum slagaranum á fætur öðrum og á útgáfan til að mynda 6 lög í efstu
15 sætum vinsældarlista Rásar 2. Mörg vinsælustu og mest spiluðu lög ársins 2010 koma frá Geimsteins útgáfunni og má t.d. nefna Negril með Bjartmari og bergrisunum, Gamla grafreitinn með Klassart og Ein stök ást með Lifun.
Eins og venja hefur verið síðustu ár heldur Geimsteinn uppskeruhátíð á Ránni fyrsta fimmtudag í desember og verður lítil breyting nú á. Nú á fimmtudaginn 2. des kom fram hljómsveitir á vegum útgáfunnar en þær eru:
Breiðbandið
Deep Jimi and the Zep Creams
Lifun
Klassart
Valdimar
Húsið opnar kl. 21 og kostar 1.000 kr inn.
Vegna fjölda áskoranna verða einnig aðrir tónleikar í höfuðborginni, nánar tiltekið á Nasa þann 4. des nk. Þar verður flestum þeim sem gefa út á árinu hjá Geimsteini smalað saman í allsherjar veislu fyrir heilann. Þeir listamenn sem fram koma eru:
Bjartmar og Bergrisanir
BlazRoca
Selma Björnsdóttir og Miðnæturkúrekarnir
Klassart
Deep Jimi and the Zep Creams
Lifun
Valdimar
Eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir ofan þá er um einstakan tónlistarviðburð að ræða sem seint verður endurtekinn. Geimsteinn, útgáfa Rúnars Júlíussonar, hefur alla tíð veitt nýjum listamönnum brautargengi og ekki einskorðað sig við neina ákveðna tegund tónlistar og má segja að sú tónlist sem flutt verður á tónleikunum sé góður þverskurður af íslensku tónlistarlífi í dag.
Verði er stillt í hófi og getur fólk tryggt sér miða á aðeins 1.500 kr á www.midi.is og í Bókabúð Máls og Menningar, Laugavegi 18. Annars kostar miðinn 2.000 kr við hurð.
Húsið opnar kl. 21.00 og fyrsta hljómsveit stígur á svið kl. 22.00
Linkur á miða.is: http://midi.is/tonleikar/1/6238