Út um allt og upp um allt!
Ljósmyndarar Víkurfrétta hafa verið iðnir við kolann á Ljósanótt. Þegar dagurinn var gerður upp kom í ljós að fjórir ljósmyndara Víkurfrétta höfðu tekið um 1.500 ljósmyndir af viðburðum dagsins. Að auki festum við á myndband eina og hálfa klukkustund af menningarviðburðum og uppákomum tengdum skemmtun dagsins. Ljósmyndararnir voru líka bókstaflega út um allt. Þegar ekki reyndist nóg að taka mynd á jörðu niðri var farið upp í hæstu hæðir í körfubíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja.Meðfylgjandi mynd tók Jóhannes Kr. Krisjánsson af Hilmari Braga þar sem hann mundaði myndavélina í um 30 metra hæð í körfubíl slökkviliðsins.