Út í sumarið með með Kiwanishjálm
Kiwanishreyfingin og Eimskip afhendu í gær reiðhjólahjálma til barna sem eru að ljúka 1. bekk í grunnskóla. Félagar úr Kiwanisklúbbnum Keili önnuðust dreifingu hjálmanna í Reykjanesbæ og voru mættir í Akurskóla í gær þar sem nemendur tóku vel á móti þeim
Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips í samvinnu við Forvarnarhús. Alls verða 4200 reiðhjólahjálmar gefnir í ár um land allt. Kiwanisfélagar fara í alla grunnskóla á landinu og afhenda börnunum hjálma og ræða við þau um umferðaröryggi og notkun hjálmanna. Að auki fá börnin fræðsluefni um rétta stillingu og notkun hjálma til að taka með sér heim. Hjálmur sem farið er vel með á að endast í 5 ár.
VFmynd/elg – Krissi lögga fræddi börnin um notkun hjálmanna og naut aðstoðar þessa unga manns.
Hægt er að sjá fleiri myndir á ljósmyndavef VF.