Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Út í bláinn: Ferðalok
Föstudagur 20. júlí 2007 kl. 17:53

Út í bláinn: Ferðalok

Já þá erum við komnar loksins heim(eða loksins allavega hjá foreldrunum)

Eigum enn eftir að blogga um síðari hluta Thailands og auðvitað ætlum við ekkert að svíkjast undan því:)

Eftir Víetnam lá leið okkar aftur til Tælands. Eftir að hafa ferðast alltof marga daga í rútum og lestum um Víetnam var ekkert um annað að ræða en að taka beint flug til suður Tælands! Hefðum getað sparað nokkra þúsund kalla með að taka lestir og rútu en frekar myndum við nú svelta okkur í nokkra daga og spara þannig pening heldur en að taka lest og rútu!


Flugið gekk líka svona glimrandi vel, flugum með Thai Airways ótrúlega flott flugfélag! Fengum meira að segja Lax í matinn! og alvöru hnífapör hehe:).

Kannski að segja frá því að þegar við vorum næstum búnar að missa af fluginu. Málið var að víð ákvaðum að senda einhvað af dótinu okkar heim í pósti frá Víetnam. Versluðum okkur svolítið þar, þar sem að það er nú mjög ódýrt að versla. Fórum fjórum tímum fyrir flug upp á pósthús og pökkuðum í kassann þar...lendum í allskyns veseni í pósthúsinu, svo miklu veseni að við vorum loks búnar að skrifa undir alla pappíra og pakka loksins kössunum klukkan 5 og áttum flug klukkan korter yfir 6. Bergey hleypur því í röðina tilbúin með kortið. 5 milljónir dong takk fyrir kostar það. Réttir afgreiðslu konunni kortið. Neinei, þau taka ekki við korti!!!!!!! Hvað er málið...í svona stóru pósthúsi og tekur ekki við korti..hver er með 5 milljónir á sér í vasanum( dong ekki krónur;) fengum nett panik þar! 


Bergey og Guðbjörg ákveða því að spretta að næsta hraðbanka(og það var sko alvöru sprettur) á meðan Thelma beið með allt dótið og fann leigubíl. Gia and Becky komu svo móðar að hraðbankanum, tilbúnar með kortin að taka út allar þessar milljónir! Byrjum á fyrsta kortinu og það virkar ekki. Við bara what...það er nógur peningur inn á. Tékkum á næsta og það virkar ekki heldur! Erum með 4 kort á okkur og ekkert ´af þeim virkar og öll áttu þau að vera með nógan pening inn á!! á þessu mómenti vorum við gjörsamlega að flippa út!!!! Það mikið að það var sparkað í hraðbankann og bölvað kortunum öllu íllu! alveg að missa af flugi og gátum ekki tekið út pening til þess að senda pakkann út! Ekki gátum við tekið með okkur pakkann í flug því þetta voru alltof mörg kg! Var maður farinn að hugsa þarna að skilja eina af okkur eftir í Víetnam og redda banka málunum næsta dag og senda pakkann á meðan hinar færu með fluginu til Tælands .því jú...ódýrara að borga 1 flug en 3 flug! Tekinn var spretturinn aftur til baka og athugað hvort fólk vissi hvar banki væri. Enginn skildi ensku(halló, hver skilur ekki hvað BANK þýðir)...tekin var því sú ákvörðun að athuga kortin hennar Thelmu. Bergey stekkur á næsta motorbike gaur og segi honum að skulla mér að banka...hann fer auðvitað að hraðbankanum sem við fórum í síðast. Reyni nú samt sem áður að tékka á kortinu hennar Thelmu. Hámarks heimild á korti að taka út 3 milljónir og tékka á því...neinei virkar hennar kort þá !. Annar kassinn pott þéttur.  Krosslegg fingur og prufa mitt kort. Neinei hvað gerist, virka bara öll kortin í þetta skipti. Þá hafði greinilega bara verið sambandsleysi akkúrat á þessum mínútum sem við ÞURFTUM pening á stundinni. Aldrei komið fyrir áður. Hoppað var síðan á motorbike-ið borgað pakkann og drifið sig á flugvöllinn....rétt náðum fluginu...vorum svo heppnar að klukkan var hálftíma of fljót á pósthúsinu þannig að við græddum hálftíma og náðum að koma á ágætum tíma í flug hehe

Það má segja að þetta hafi verið fyrsta og  eina skiptið sem upp kom virkilega mikið stress! annars gekk allt ótrúlega vel hjá okkur.

Flugum því til Suður Tælands og var fyrsti áfangastaður Phuket.
Planið var að vera þar aðeins í 3 daga. Fara í eins dags ferð á Pih Phi eyjuna þar sem The Beach var tekin upp td. Endaði með því að við vorum þar í 1 viku. Aðalega því við vorum orðnar svo ógeðslega þreyttar eftir Víetnam ferðalagið og fengum loks að slappa af í smá ´sólbaði.

Skelltum okkur einnig í dagsferð til Phi Phi eyjuna, en hún er þekktust fyrir að hafa lend verst útúr flóðbylgjunni og einnig á myndin The Beach að vera tekin einhvað  þar upp.
Var þetta mjög skemmtileg ferð og ótrúlega fallegt að skoða eyjarnar. 
Fórum einnig á eyju sem kallast apa eyjan, en þar búa fullt af krúttlegum öpum. Fengum að gefa þeim banana:D Síðan var farið að snorkla, sem okkur fannst alveg ótrúlega æðislegt!!!..sáum fullt af fallegum fiskum og kóralrifum!

Jæja Phuket heillaði okkur ekkert kannski alltof mikið, frekar mikill túristar staður. Líktist kannski frekar á Spánar-stað.
Um leið og maður labbaði út á götu fékk maður að heyra " massage for you my friend" , "you wanna buy something nice, I have something nice", "Tuk Tuk?" sem var fyndið en orðið frekar þreytt síðustu dagana!

Náðum samt  að fá á okkur löggu eftir eitt djamm, tókum mynd af einhverjum gaur sem var víst svona voðalega óhress með það að hann náði í lögguna!(jebb lögguna)  Fyndin og löng saga en endaði þannig að við fengum nú bara vitlausu lögguna í okkar lið!

Jæja..

Eftir að hafa verið í Phuket ákváðum við stelpurnar að fara á aðeins minni ferðamannastað og á mini-eyju--- Kho Phan Gan.  Vorum búnar að ákveða að síðustu tvær vikurnar myndum við eyða í rólegheit, sólbað og fara í mjög prúðbúnar veislur á kvöldin;) Við tókum ferjuna yfir á eyjuna sem rétt svo staulaðist áfram.  Þegar komið var á eyjuna beið okkur sveitatrukkur sem að keyrði okkur að kofanum sem við pöntuðum okkur á ströndinni.  Við vorum mjög sáttar fyrir utan það hvað við vorum langt frá miðbænum.  Daginn eftir var því ákveðið að leigja motorbykes, og leigðum við okkur allar sitthvort hjólið, höfðum aldrei prófað motorbykes áður og gekk það eins og í sögu:)....Eftir nokkra daga dvöl í fjarlægð frá miðbænum ákváðum við að færa okkur nær og skildum við þar með að við vespurnar.  Kho Pan Gan er ekta túristastaður fyrir ungt fólk eingöngu!!!  Þú finnur ekki betri partý og er alltaf eitthvað tilefni hvort sem það séu strandarpartý, sundlaugarpartý, black moon partý, half og full moon partý....Endalausar auglýsingar  og eru þetta þau lang skemmtilegustu partý sem við höfum farið í, við vorum allavega allar sammála um það að ef við ætluðum til sólarlanda að skemmta okkur og liggja í sólbaði þá færum við þangað frekar heldur en að fara í enn eina Spánarferðina! Strandarpartýin voru samt best og tælendingarnir voru mjög duglegir að halda crazy uppákomur...  Þó svo að þér séu með sippubönd og hringi handa túristunum til þess að láta þá hoppa í kring eða gegn, þá eru þeir búnir að kveikja eld í kring um þetta allt saman!!!! svo það er enn meira challenge...Við brunuðum auðvitað í þetta allt saman, Gugga fellti sig einu sinni í sippó en brenndi sig ekkert illa, sem betur fer, og Bergey lenti í árekstri við einhvern plebba sem ákvað að hoppa á sama tíma og hún í eldhringnum. 
Enginn alvarlegur árekstur þar, nema hinn eini sanni kannski?.."Bergey, þú veist að hlutirnir gerast ekki að ástæðulausu ástarhnoðri";).  Enn þetta allvega gengur það langt þarna að það var einn gaur sem við hittum sem sat eftir með stóra ör á smettinu yfir hálft andlitið eftir sippó, eftir það hættum við að leika okkur við tælendingana,  en dúddinn var hvort sem er ljótur.

Skelltum okkur svo í eitt af frægustu partýum staðarins, "Black Moon" party sem var á sjálfri ströndinn. Kostaði heilar 500 kr þar inn. Þar tekur við okkur allskonar neonljós og auðvitað var hægt að láta tattúvera sig með litum sem lýstust í ljósinu! og hvað haldiði að við sjáum..hægt var að fá sér íslenska fánann!:D og vorum við ekki lengi að smella fánanum á líkaman okkar..enda stoltir Íslendingar á ferð með fötuna í hægri hendinni(þið sem hafði farið til Tælands vitið hvað við meinum;)  Vorum við mjög duglegar að láta tattúvera okkur  og eyðilögðum fötin okkar í leiðinni með því að klína litunum alltaf í þau....Einnig má nefna að  tattúverað var Liverpool og Ítalska fánann og 7/eleven sjoppuna sem er brautríðandi um allan heim nema á Íslandi.

Mikið var gert grín að því að þeir skuli virkilega hafa  til sýnis
7/11  tattú . Hvaða lúði myndi fá sér það??? Enn auðvitað því það var svona hrikalega hallærislegt að fá sér 7/11 tattú þá urðum við nátlega að plata eina til þess að fá sér það á handlegginn seinna um kvöldið og meira segja sú sem vildi það fengi það frítt:D..enginn önnur en  Thelma Dögg nýtti sér tækifærði og  fékk sér þetta skemmtilega tattú.

..Í rauninni eru allar búðir í tælandi 7/eleven því þeir hreinlega loka aldrei búðum í þessu landi! .. Klukkan 12 um nóttina á leiðinni á ströndina, var ákveðið á síðustu stundu að láta sig hafa það að fara í sér vax!!!  vorum búnar að kvíða mikið fyrir því að fara en við vorum búnar að lofa okkur að gera það, svo það var ekkert annað um að ræða en að skella sér....ekki getum við sagt að fagmenn hafi verið þarna á ferð því alltof sársaukafullt var það og ekkert svo öruggar þær sem unnu að þessu.  En svona er Tæland...fólk býr sér til vinnur, ómenntað og lærir bara frá sjónvarpinu.

Eitt kvöldið í Kho phan gan vöknuðum við líka við þessu þvílíku læti....héldum að það væri bara komin hriðjuverkaárás og verið að sprengja kofan við hliðin á okkur! neinei..engar flugvélar með sprengjur, bara eldingar og þær verstu sem við höfum lend í !!! vorum frekar smeikar við þessi læti og héldum að húsið okkar myndi springa á tímabili!! enn við lifðum þetta af:D

Eftir Kho phan gan lá svo leið okkar til Bangkok, stutt stopp, 1 dagur, sem var notað í að versla. Síðan tók við flug til Danmerkur, með tengiflugi til Finnlands og má eiginlega segja að þetta flug hafi verið það versta í allri ferðinni sökum veikinda hjá tveimur okkar. 
Enn gott að maður var nú bara á leiðinni heim þá:) 1 dagur tók svo við í Danmörku, gerðu lítið sem ekkert þar. Enn hittum þó fyrstu íslendingana okkar þar. Hittum sjálfan bæjarstóran í Sandgerði á göngu ljósum. Mjög svo skrítið að sjá einhvern annan íslending en okkur.

30 maí lá leið okkar síðan heim aftur til Íslands

Í dag erum við komnar aftur til Íslands og búnar að vera heima í um einn og hálfan mánuð.  Skrýtið að koma sér aftur í hversdagsleikann eftir að hafa  verið að ferðast stanslaust í 5 mánuði og upplifa nýja og nýja hluti á hverjum degi.  Við vorum allar sammála því að Nýja Sjáland og Tæland hafi staðið mest uppúr...Því þar upplifðum við svo óvenju margt.  T.d. fórum í fallhlífarstökk í Nýja Sjálandi  sem var svo geðveikt og adrenalínið svo mikið að við vorum  sæluvímu og skælbrosandi það sem eftir var dagsins.  Einnig var svo ofboðslega fallegt þar og að hluta til minnti hún okkur líka á Ísland. Tæland stóð svo aftur á móti upp úr fyrir allt öðurvísi menningarheim. Fengum að gera hinu ýmsu hluti sem ekki margir hafa gert. Til dæmis bara að sitja á fíl var þvílík upplifun, Tuk Tuk taxarnir stóðu líka upp úr og sjá hvernig aðstæður fólkið býr þar var viss upplifun. Enn annars voru öll hin löndin ekkert síðri. Þau voru eigilega bara öll frábær á sinn hátt, en alltaf eru einhver sem standa smávegis uppúr.

Annars heppnaðist öll ferðin mjög vel, eiginlega hálf ótrúlegt hversu vel hún heppnaðist og hefðum við stelpurnar ekki getað náð betur saman, enda fyrir vikið urðum við bara betri vinkonur:)  Þó að þetta ferðalag sé skemmtun og upplifun út í eitt þá lærðum við einnig að standa á eigin fótum og bera ábyrgð á sjálfum okkur.  (engin mamma og pabbi nálægt:)).  Og númer 1, 2 og 3 þá létum við drauminn rætast sem alltof fáir gera.  Við viljum þakka kærlega fyrir okkur og Víkurfréttum fyrir að leyfa ykkur lesendum að deila þessu ferðalagi með ykkur sem við erum ekkert smá stoltar af.

Þökkum kærlega fyrir okkur.

Kveðja Thelma ,  Gugga  og Bergey

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024