USSS
Kvikmyndin U.S.S.S.S. var frumsýnd fyrir nokkru í Háskólabíói. Aðstandendur myndarinnar eru flestir Suðurnesjamenn, leikstjóri U.S.S.S.S. er Eiríkur Leifsson og stærstu hlutverkin eru í höndum Davíðs Guðbrandssonar og Jóns Marinós Sigurðssonar, sem leika félagana Rebba og Sæla. Undirtitill myndarinnar er; "Ekkert sérstaklega rómantísk gamanmynd", enda er hér á ferðinni kolsvört kómedía. Eins og áður segir leikur Keflvíkingurinn Davíð Guðbrandsson eitt aðalhlutverkið í myndinni. Hanna sagði í samtali við Víkurfréttir að lítið væri að frétta af sér þessa dagana. "Það er nú allt meinhægt að frétta af mér. Ég er að vinna við að moka malbik í Reykjavík á daginn og svo slæpist ég um götur borgarinnar þess á milli. Sumarvertíð í bikinu". Davíð segist halda að U.S.S.S.S. hafi verið tekið vel en hún hefur verið við sýningar í tæpar tvær vikur. "Hún hefur einungis verið sýnd í Háskólabíói í Reykjavík en á eftir að fara í fleiri bíó á landinu. Það er von á að hún komi hingað heim til Keflavíkur fljótlega" U.S.S.S.S. gerist á einum degi í Reykjavík og segir sögu aðalpersónanna tveggja, iðjuleysingjans Rebba (Davíð Guðbrands), sem ákveður að ræna kaupmanninn á horninu og Sæla, eiganda safnaraverslunar, sem heldur hlífðarskyldi yfir Rebba og flækist óvart inn í flókna atburðarás. Kostnaðurinn við gerð myndarinnar var í algjöru lágmarki enda unnin í sjálfboðavinnu. Aðspurður hvort Davíð sé að leika eitthvað meira þessa dagana svaraði hann því neitandi. "Nei, ég er nú ekkert að leika akkúrat núna. Nú er ég bara að leika mér. En ég fer eitthvað að hnoðast í þessu í haust", segir hann að lokum en þess má geta að Davíð hefur lokið námi við Leiklistaskóla Íslands og má því búast við honum harka eitthvað í þeim harða heimi á næstunni.
Hin hliðin
Nafn: Davíð Guðbrandsson
Gælunafn: Dabbra Lunovich
Aldur:23
Maki: Enginn, ég maka mig sjálfur á þessum síðustu og verstu...
Áhugamál fyrir utan leiklist: Æji, veit ekki... Tónlist og fótbolti. Og
gera eitthvað nýtt.
Myndarlegasta kona sem þú hefur séð: Dorrit.
Versti kækurinn þinn: Ég reyki. Alltof mikið.
Hvar verslar þú fötin þín: Vá, ég man það ekki. Fjáhagur íslenskra
námsmanna býður ekki uppá svoleiðis fríðindi.
Draumastarf: Sofari.
Vandræðalegasta sem þú hefur lent í: Hehe, það hefur þegar birst á prenti :), pass.
Hvernig er fullkominn dagur hjá þér: Allsberar konur að baða mig í peningum, gefa mér humar og koníak og kalla mig Dabba Kóng.
Athyglisverðasta bók sem þú hef lesið: True and False e. David Mamet.
Hvaða þrjú heimilistæki sem þú átt eru með öllu ónauðsynleg? Vekjaraklukkan, ristavélin og hin vekjaraklukkan.
Uppáhalds bíómynd: Waiting for Guffman.
Hvernig tónlist hlustar þú á: Það besta hverju sinni bara. Góða tónlist.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnanna?
Helvítis vekjaraklukkan.
Fyrsti bíllinn: Lúkas, Corolla "94 módel.
Ef þú mættir hitta hvern sem er, hver væri hann? Geirfinnur.
Hin hliðin
Nafn: Davíð Guðbrandsson
Gælunafn: Dabbra Lunovich
Aldur:23
Maki: Enginn, ég maka mig sjálfur á þessum síðustu og verstu...
Áhugamál fyrir utan leiklist: Æji, veit ekki... Tónlist og fótbolti. Og
gera eitthvað nýtt.
Myndarlegasta kona sem þú hefur séð: Dorrit.
Versti kækurinn þinn: Ég reyki. Alltof mikið.
Hvar verslar þú fötin þín: Vá, ég man það ekki. Fjáhagur íslenskra
námsmanna býður ekki uppá svoleiðis fríðindi.
Draumastarf: Sofari.
Vandræðalegasta sem þú hefur lent í: Hehe, það hefur þegar birst á prenti :), pass.
Hvernig er fullkominn dagur hjá þér: Allsberar konur að baða mig í peningum, gefa mér humar og koníak og kalla mig Dabba Kóng.
Athyglisverðasta bók sem þú hef lesið: True and False e. David Mamet.
Hvaða þrjú heimilistæki sem þú átt eru með öllu ónauðsynleg? Vekjaraklukkan, ristavélin og hin vekjaraklukkan.
Uppáhalds bíómynd: Waiting for Guffman.
Hvernig tónlist hlustar þú á: Það besta hverju sinni bara. Góða tónlist.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnanna?
Helvítis vekjaraklukkan.
Fyrsti bíllinn: Lúkas, Corolla "94 módel.
Ef þú mættir hitta hvern sem er, hver væri hann? Geirfinnur.