Úrvalslið tapaði í Gettu betur
Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja æfir nú af fullum krafti fyrir næstu umferð Gettu betur en liðið keppir við lið MS þann 6. mars. Til að búa sig undir harða keppni spreyttu piltarnir sig gegn liði kennara og annarra starfsmanna á dögunum og um leið voru hvatningarsöngvar æfðir. Í gær var síðan keppt við þið skipað þeim Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ, Unu Steinsdóttur frá Íslandsbanka og Hjálmari Árnasyni alþingismanni og fyrrum skólameistara FS.Keppnislið FS burstaði fulltrúa ríkis, bæjar og viðskiptalífsins. Vonandi að svo fari einnig í næstu þraut, sem verður keppnin við lið MS.
Meðfylgjandi mynd er af þeim Árna, Unu og Hjálmari þegar þau héldu enn í þá trú að FS-piltarnir yrðu auðunnir.
Meðfylgjandi mynd er af þeim Árna, Unu og Hjálmari þegar þau héldu enn í þá trú að FS-piltarnir yrðu auðunnir.