Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Mannlíf

Úr veðurofsa í flugeldasýningu í frábæru veðri
Sunnudagur 5. september 2010 kl. 00:10

Úr veðurofsa í flugeldasýningu í frábæru veðri

Það voru heldur betur umskipti hjá veðurguðunum í Reykjanesbæ í kvöld. Það var sannkallaður veðurofsi á tíunda tímanum í kvöld með roki og rigningu en aðeins fáeinum mínútum fyrir flugeldasýningu Ljósanætur hurfu ský af himni, sem varð stjörnubjartur og flugeldum var skotið upp í hægum vindi. Sýningin var glæsileg og nokkuð víst að veðurguðunum líkar við flugeldasýningar Ljósanætur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sölvi Logason smellti myndum af flugeldasýningunni, sem má finna í myndasafni Víkurfrétta hér á vf.is. Myndband af sýningunni kemur inn á vf.is á morgun, sunnudag.

Dubliner
Dubliner