Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Úr kaffiboði í Vogum í eyðimerkurhita við Persaflóa
Laugardagur 28. desember 2013 kl. 07:27

Úr kaffiboði í Vogum í eyðimerkurhita við Persaflóa

Desember er mikill uppskerumánuður í blaðaútgáfu og þá er jafnframt meira pláss í blöðunum fyrir viðtöl af ýmsu tagi. Nú í desember hafa verið birt fjölmörg viðtöl hér á vf.is úr desember útgáfu okkar. Hér að neðan bendum við á fimm af þessum viðtölum sem birt voru á vefnum okkar um jólin.


Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, eða Lúlla í Lyngholti, er 91 árs og hefur búið í Vogunum síðan árið 1941. Hún hefur alla tíð tekið vel á móti sínu fólki og hefur opið hús fyrir það alla laugardags- og sunnudagsmorgna í „Lúllukaffi“. Afkomendurnir eru komir vel á annað hundrað, þar af 33 barnabörn og 62 langömmubörn og tvö eru á leiðinni á næsta ári. Lúlla tók hlýlega og glaðlega á móti blaðamanni sem leið eins og einum úr hópnum á meðan á heimsókninni stóð.

VIÐTALIÐ VIÐ GUÐRÚNU LOVÍSU



Gunnar Einarsson sagði skilið við körfuboltann fyrir tveimur árum. Eftir að hafa unnið allt með sem í boði var með einu sigursælasta liði sem hefur leikið körfubolta á Íslandi, ákvað Gunnar að leggja skóna á hilluna. Margir voru undrandi yfir ákvörðun Gunnars en þegar hann hætti virtist hann ennþá eiga fullt erindi meðal þeirra bestu, enda hafði hann sjaldan verið í betra formi. Ástæðan fyrir því að Gunnar var svona vel á sig kominn í lok ferilsins var nýja ástríðan, líkamsræktin. Gunnar sneri sér að einkaþjálfun eftir að ferlinum lauk en hann segir sjálfur að sá vettvangur eigi afar vel við sig. Þar getur hann miðlað af reynslu sinni sem fyrrum íþróttamaður í fremstu röð.

VIÐTALIÐ VIÐ GUNNAR


Þorsteinn Gunnarsson starfar sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ og hefur auk þess undanfarin fjögur ár starfað sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi þar. Hann er að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði um tíma sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og stundaði nám í fjölmiðlafræði og upplýsingatækni í Svíþjóð. Olga Björt hitti Þorstein í húsnæði bæjarskrifstofunnar í Grindavík og ræddi við hann um störfin, námið, vestmannaeyska bakgrunninn, gjörbreyttan lífsstíl og umdeilt mál þar sem hann sagði upp störfum og ákvað að hætta sem formaður knattspyrnudeildarinnar fyrir tveimur árum.

VIÐTALIÐ VIÐ ÞORSTEIN


Hin 24 ára gamla Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, hefur lifað ævintýraríkt ár með hljómsveit sinni á ferðalögum um heiminn. Nanna Bryndís er hins vegar komin heim í smá frí og stendur í flutningum núna rétt fyrir jól. Nanna Bryndís er úr Garðinum og viðurkennir að hafa verið óþekktarormur, þegar hún var yngri, sem gerði símaat í fólki og rændi kandís af kennarastofunni í Gerðaskóla.

VIÐTALIÐ VIÐ NÖNNU BRYNDÍSI


Keflvíkingurinn Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir Laursen (Lauga) og eiginmaður hennar, Mikael Lykkegaard Laursen, búa á eyjunni Bahrain í Persaflóa ásamt börnum sínum. Í raun samanstendur eyjan af 33 litlum eyjum þar sem sú stærsta er 55 km löng og 18 km breið. Á Bahrain búa 1,3 milljónir manna, þar af 600 þúsund manns sem ekki eiga uppruna sinn þaðan. Guðlaug sagði blaðamanni Víkurfrétta frá reynslu sinni af því að búa svona fjarri Íslandi og menningunni sem oft er ansi ólík þeirri íslensku.

VIÐTALIÐ VIÐ GUÐLAUGU

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024