Úr formennsku nemendafélags í félagsráðgjöf
Kristín Helga Magnúsdóttir var formaður nemendafélagsins í Myllubakkaskóla árið 2003. Þá svaraði hún spurningalista í tölublaði Víkurfrétta um félagslífið í skólanum og lífið og tilveruna. Í dag er hún að ljúka námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og nýtur lífsins með syni sínum. Víkurfréttir höfðu samband við Kristínu Helgu og fengu hana til að svara sama spurningarlista, nú 14 árum síðar.
2003:
Nafn: Kristín Helga Magnúsdóttir
Aldur: 15
Uppáhalds tala: 15
Stjörnumerki: Bogmaður
Er mikið að gera sem formaður nemendafélagsins?
Nei, ekkert mikið meira heldur en hinir í nemendaráðinu.
Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í Myllubakkaskóla?
Diskótek fyrir yngri nemendur, vorum með hæfileikakeppni, fitness keppni, Gettu ennþá betur spurningakeppni og körfuboltamót stelpnanna.
Hvað er á döfinni?
Það verður haldið ball fyrir 8.-10. bekk í skólanum okkar, körfuboltamót strákanna sem er í Heiðarskóla og páskabingó.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Tónlist, ferðast, vera með vinum mínum og körfuboltinn er víst svolítill áhugi.
Uppáhalds hljómsveit?
Þær eru svo margar. Get ekki valið eina!!
Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar?
Bara flest allar sem eru með eitthvað skemmtilegt að skoða.
Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur, hvar myndirðu vilja vera?
Ætli ég myndi ekki bara vera fluga á veggnum í Arsenal búningsklefanum með henni Bryndísi.
Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Ég keypti mér Foo Fighters, Sigurrós og Riggarobb með Pöpunum.
Hvaða mynd sástu síðast í bíó?
Chicago...mæli ekki með henni!
Hvað ætlarðu að verða?
Er ekki viss. Ef ég nenni ekki að læra neitt þá ætla ég að vera þjónustustúlka á hjólaskautum á Hard Rock hehe.
Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli?
Auðvitað innistæðu.
Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
-Filippseyjar: Hrísgrjón og núðlur
-Samfylkingin: Pólitík...fylgist ekki með því!
-Duran Duran: Einhver gömul hljómsveit sem var einu sinni fræg.
-Egilsmalt: Jólin.
-Vf.is: Pabbi hennar Ragnhildar sem vinnur á Víkurfréttum.
2017:
Aldur: Næstum þrítug
Uppáhalds tala: 15
Hvað er á döfinni hjá þér þessa dagana?
Ég er á loka önn í náminu mínu, félagsráðgjöf, í HÍ. Þannig skólinn á hug minn allan þessa dagana. Svo verður fagnað í febrúar í útskriftar- og afmælis partý.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Flest allt sem tengist syni mínum, að upplifa lífið með honum. Svo hef ég mikinn áhuga á að læra nýja hluti, kynnast nýju fólki og að sjálfsögðu ferðast.
Uppáhalds hljómsveit:
The Cure.
Uppáhalds vefsíður:
Ætli það séu ekki þessar basic bara, Facebook og þess háttar.
Ef þú mættir vera fluga á vegg í 25 mínútur, hvar myndirðu vilja vera?
Erfið spurning. Ég mundi vilja vera á einhverjum geggjuðum tónleikum, á mikilvægum úrslitaleik í NBA, heyra hvaða þvæla er í gangi í stjórnmálaflokkunum þessa dagana og jafnvel bara vera einhvers staðar í heitu landi að njóta... sem fluga.
Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Held það hafi verið Stuð Stuð Stuð með Ðe lónlí blú bojs. Kaupi mjög sjaldan geisladiska nú til dags því miður.
Hvaða mynd sástu síðast í bíó?
Thor – Ragnarök.
Hvað ætlaru að verða?
Stefni á að verða félagsráðgjafi.
Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli?
Þriðjudagstilboð Dominos.
Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
-Filipseyjar: Matur
-Samfylkingin: Nei
-Duran Duran: Rokk
-Egilsmalt: Jólin
-VF.is: Keflavík