Uppskeruhátíð hjá Geimsteini í kvöld
Eins og venja hefur verið síðustu ár heldur Geimsteinn uppskeruhátíð á Ránni við Hafnargötu fyrsta fimmtudag í desember og verður lítil breyting nú á. Nú í kvöld koma fram hljómsveitir á vegum útgáfunnar en þær eru:
Birgitta Haukdal
Eldar
Emmsjé Gauti
Valdimar
Rúnar Þór
GRM
Eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir ofan þá er um einstakan tónlistarviðburð að ræða sem seint verður endurtekinn. Geimsteinn, útgáfa Rúnars Júlíussonar, hefur alla tíð veitt nýjum listamönnum brautargengi og ekki einskorðað sig við neina ákveðna tegund tónlistar og má segja að sú tónlist sem flutt verður á tónleikunum sé góður þverskurður af íslensku tónlistarlífi í dag.
Húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21. 1000kr inn, diskar og fleira á sérlegu tilboðsverði.