Uppskeruhátíð Geimsteins í kvöld
Plötuútgáfan Geimsteinn heldur árlega uppskeruhátíð sína fyrsta fimmtudag í desember og í ár verður engin breyting þar á. Staðsetningin hefur breyst frá því sem venja er, en að þessu sinni fer veislan fram á Paddy's, Hafnargötu 38, í kvöld 5. desember.
Fram koma:
Védís Hervör
Gálan
Dr. Gunni og vinir hans
Íkorni
Húsið opnar kl. 20 og hefjast tónleikar kl. 21.