Uppskeruhátíð Geimsteins í kvöld
Í kvöld fer fram hin árlega Uppskeruhátíð Geimsteins á Ránni. Blásið verður til heljarinnar veislu fyrir heilann þar sem Keflvíkingar, nærsveitungar og velunnarar Geimsteins útgáfunnar hittast og heiðra rokkkónginn með tónlist og gleði. Fram koma ýmsir listamenn á vegum Geimsteins þar sem þeir kynna efni af nýútkomnum eða komandi plötum.
Nýjustu titlar útgáfunnar verða til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði ásamt eldri titlum og bolum.
Fram koma Elíza Newman, Gálan, Eldar, Hrafnar, Klassart og Bjartmar Guðlaugsson. Húsið opnar kl. 21.00 og aðgangseyrir er 1.000 kr.