Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppskeruhátíð Geimsteins í kvöld
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 10:25

Uppskeruhátíð Geimsteins í kvöld

Í kvöld fer fram hin árlega Uppskeruhátíð Geimsteins á Ránni. Blásið verður til heljarinnar veislu fyrir heilann þar sem Keflvíkingar, nærsveitungar og velunnarar Geimsteins útgáfunnar hittast og heiðra rokkkónginn með tónlist og gleði. Fram koma ýmsir listamenn á vegum Geimsteins þar sem þeir kynna efni af nýútkomnum eða komandi plötum.

Nýjustu titlar útgáfunnar verða til sölu á staðnum á sérstöku tilboðsverði ásamt eldri titlum og bolum.

Fram koma Elíza Newman, Gálan, Eldar, Hrafnar, Klassart og Bjartmar Guðlaugsson. Húsið opnar kl. 21.00 og aðgangseyrir er 1.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024