Uppselt á Þorrablót Keflavíkur
- Fólk beðið að sækja pantaða miða
Uppselt er orðið á þorrablót Keflavíkur sem haldið verður í Toyotahöllinni þann 12. janúar 2013. Því er ljóst að færri munu komast að en vilja en þrátt fyrir að miklum fjölda miða hafi verið bætt við frá síðasta þorrablóti dugði það skammt þar sem miðarnir ruku út eins og sjóheit svið.
Miðarnir á þorrablótið eru komnir úr prentun og eru þeir sem hafa pantað miða beðnir um að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 eða Guðmund Steinarsson í síma 899-4636 til að sækja miðana og klára greiðslur. Þá munu meðlimir "Þorrablótsnefndar Keflavíkur" einnig vera staðsettir í íþróttahúsi Keflavíkur að Sunnubraut 34 í Keflavík sunnudaginn 9. desember frá kl. 13.00 til 16.00 og getur fólk nálgast miðana sína og klárað greiðslur á þeim tíma.
Ósóttar pantanir verða settar í sölu frá og með 15. desember.