Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppselt á Rúna Júll
Mánudagur 29. janúar 2018 kl. 11:26

Uppselt á Rúna Júll

Aukatónleikar 7. febrúar

Uppselt er á tónleika Söngvaskálda á Suðurnesjum um Rúnar Júlíusson og hefur af þeim sökum verið bætt við aukatónleikum miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20:00.
 
Rúnar þarf ekki að kynna en á tónleikunum verða fluttar þekktar perlur hr. Rokk en einnig minna þekkt lög sem eiga athygli skilið. Hver vissi að upphafið að íslenska raggí æðinu ætti upptök sín á Skólaveginum? Eða að söngur um lífið væri upphaflega kántrýlag?
 
Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson. 
Minnt er á að félagar í Starfsmannafélagi Suðurnesja fá 1.000 kr. afslátt á alla tónleika. Þeir sem kaupa miða á alla tónleika raðarinnar fá 15% í Hljómahöll.
 
Miðasala er á hljomaholl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024