Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppselt á Queen messu
Fimmtudagur 11. maí 2017 kl. 13:40

Uppselt á Queen messu

-tvennir tónleikar í Keflavíkurkirkju á sunnudag

Queen messa Keflavíkurkirkju hefur fengið gríðarlega góðar viðtökuru og nú er svo komið að uppselt er á báðar messurnar sem haldnar verða kl. 17 og 20 sunnudaginn 14. maí.

Söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson verður í fararbroddi ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju en lög þessarar þekktu hljómsveitar verða flutt við íslenskan texta eftir þá Davíð Þór Jónsson og Sigurð Ingólfsson.

Lagt er út frá innihaldi Fjallræðunnar sem er einmitt umfjöllunarefni altaristöflu Keflavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024