Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Uppselt á Jóhann
Fimmtudagur 7. apríl 2016 kl. 09:01

Uppselt á Jóhann

-síðustu tónleikar Söngvaskálda á Suðurnesjum haldnir í Hljómahöll í kvöld

Uppselt er á tónleika tileinkaða Jóhanni Helgasyni í Hljómahöll í kvöld.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum sem sýnd hefur verið við góðar undirtektir frá áramótum.

Fjallað verður um ævi og tónlist þessa fjölhæfa listamanns sem var fyrstur Íslendinga til þess að hljóta erlendan útgáfusamning en eftir hann liggja yfir 300 lagasmíðar; má þar nefna Yakketi yakk, Sweet Mary jane, Ástin og lífið og lagið Söknuð sem hann gerði ódauðlegt með öðru söngvaskáldi Vilhjálmi Vilhjálmssyni.

Að tónleikunum standa Dagný Gísladóttir, Elmar Þór Hauksson og Arnór Vilbergsson. Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Reykjanesbæ og Landsbankanum en markmið hennar er að kynna ríkan tónlistararf á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024