Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppselt á frumsýningu
Frá æfingu á „Manstu eftir Eydísi“ í vikunni.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 09:26

Uppselt á frumsýningu

Uppselt er á frumsýningu á Manstu eftir Eydísi miðvikudaginn 4. september sem að venju þjófstartar Ljósanótt en að þessu sinni fara sýningar fram í Hljómahöll og því færri miðar í sölu. Aðstandendur Með blik í auga hvetja því íbúa til þess að festa sér miða í tíma en æfingar eru nú í fullum gangi fyrir sýninguna þar sem fram koma söngvararnir Jógvan, Jón Jósep, Hera Björk og Jóhanna Guðrún. Þá má ekki gleyma kynninum Kristjáni Jóhannssyni sem tengir saman tímabil, tísku og tónlist á skemmtilegan máta. Söngvörunum til aðstoðar er stórhljómsveit Arnórs B. Vilbergssonar sem að mestu er skipuð heimafólki.

Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunartíminni "eitís" tímabilið og verður hægt að hlýða lög eftir listamenn eins og Tinu Turner, Madonnu, Blondie og Bryan Adams og fara í leiðinni í smá tímaferðalag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn eru lausir miðar á næstu tvær sýningar sem verða sunnudaginn 8. septeber kl. 16 og kl. 20. Miðasala fer fram á hljomaholl.is og tix.is.