„Uppselt“ á 1. maí
Það var þéttskipaður bekkurinn í Stapa í gær á hátíðardagskrá í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum degi verkafólks. Yfir 600 manns mættu í Stapann til að hlusta á ræðuhöld, söng og skemmtun.
Ræðu dagsins flutti Halldót Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Þá söng Sönghópurinn Vox Felix og einnig Eldey, sem er kór eldri borgara. Guðmundur Hermannsson lék ljúfa tónlist við upphaf dagskrár sem Guðbrandur Einarsson kynnti. Þá flutti Ragnar Örn Péturssonm formaður Starfsmannafélags Suðurnesja setningarræðu dagsins.
Á sama tíma og hátíðardagskráin var í Stapa var börnum boðið á bíósýningu í Sambíóinu í Keflavík. Eins og í Stapa þá var húsfyllir einnig í bíóinu.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson