Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Upprennandi útvarpsmenn í Akurskóla – Útvarp ’97 í loftið
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 15:28

Upprennandi útvarpsmenn í Akurskóla – Útvarp ’97 í loftið

Nemendur í 10. bekk í Akurskóla í Reykjanesbæ hafa sett á laggirnar útvarpsstöð sem hefur hlotið heitið Radio ’97. Undirbúningur að þessari nýju útvarpsstöð hefur staðið síðastliðinn mánuðuð og hafa nemendur séð um nánast allan undirbúning.

Hin nýja útvarpsstöð fór í loftið kl. 14 í dag og voru það kátar stúlkur sem tóku sín fyrstu skref í útvarpi þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit þar við í dag. Útvarpsstöðin heldur úti Facebook síðu sem hefur náð talsverðum vinsældum á stuttum tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er svo sannarlega bútbót fyrir útvarpsmenningu hér á Suðurnesjum að fá inn þessa nýju útvarpsstöð hjá nemendum í Akurskóla. Sporttv.is styður við bakið á 10. bekk en vefsíðan hýsir útsendinguna á heimasíðu sinni.

Radio ’97 hefur fengið símanúmer, 490-0197, og er hægt að hringja inn milli kl. 14-20. Nokkur fyrirtæki hafa hjálpað til við að koma útvarpsstöðinni á laggirnar og verða daglega í gangi leikir ásamt skemmtilegri dagskrá.

Smelltu hér til að hlusta á útvarp ’97.