Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Upprennandi söngstjörnur í Grindavík
Fimmtudagur 15. mars 2018 kl. 06:00

Upprennandi söngstjörnur í Grindavík

Við setningu Menningarviku Grindavíkur komu fram ungir og efnilegir söngvarar sem höfðu lært söng á námskeiði hjá Söngskóla Emilíu. Mikill áhugi hefur verið fyrir söng í Grindavík en Emilía gekk til liðs við Grindavíkurbæ fyrir 17. júní í fyrra þegar árleg söngkeppni var haldin og hjálpaði hún þeim sem komu fram í keppninni með söng og sviðsframkomu. „Þetta tókst svo vel að við settum námskeiðið í gang og markmiðið var alltaf að þau kæmu fram á opnunarhátíðinni og svo yrðu þau með tónleika í Menningarvikunni,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Fimm hópar komu fram við setninguna og sungu fjölbreytt lög, erlend og íslensk. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og það er greinilegt að það eru framtíðarsöngstjörnur í Grindavík. Tónleikar nemenda söngnámskeiðsins fara fram þann 15. mars í Kvikunni í Grindavík og á tónleikunum koma þau til með að vera með hópatriði og einsöng. Allir eru velkomnir að koma og hlýða á ungu söngvarana í Grindavík og verður kaffi á könnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á setningarathöfninni.