Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 29. nóvember 1998 kl. 07:00

UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA ATVINNULÍFSINS Í BÓKASAFNIÐ

Á fundi menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar þann 10. nóvember sl. var ,samþykkt samhljóða að Bókasafn Reykjanesbæjar, sem verið hefur leiðandi meðal almenningsbókasafna um árabil, bæri samkvæmt nýjum lögum að styrkja þátt upplýsingarþjónustu til menningar- og atvinnulífs. Í því samhengi taldi ráðið að nauðsynlegt væri að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í fullt starf vegna þessa. Þá lágu einnig fyrir fundinum fjölmargar umsóknir um styrki en afgreiðslu þeirra var frestað um sinn. Umsóknirnar sem lágu fyrir voru frá eftirtöldum aðilum: - Bellatrix/Kolrassa krókríðandi, til að kynna smáskífu og koma fram á tónlistaráðstefnunni „In the City“, upphæð kr. 300.000. - Sigurður Sævarsson, til að skrifa óperu „Z-ástarsaga“ í samvinnu við Vigdísi Grímsdóttur, upphæð kr. 300.000. - Guðni J. Maríusson, til að hanna útilistaverk á Berginu, upp hæð kr. 715.000. - -Ásta Árnadóttir, vegna myndlistarsýningar í Hafnarborg, upphæð kr. 245.000. - Leikfélag Keflavíkur, til að setja upp leiksýningar, upphæð kr. 695.320. - Karlakór Keflavíkur, vegna móttöku kóra og hefðbundinnar starfsemi, upphæð kr. 580.000. - Kvennakór Keflavíkur, vegna þátttöku á alþjóðlegri kórakeppni í Cork, upptöku í hljóðveri, myndatöku hjá ljósmyndara fyrir lok þessa árs og aðventutónleika í Keflavíkur kirkju, upphæð kr. 300.000. Þá var og samþykkt á fundinum að veita einu fyrirtæki og einum einstakling Súluna, menningar verðlaun Reykjanesbæjar, einu sinni á ári á kjörtímabilinu. Sam þykkt var að veita Sparisjóðnum í Keflavík verðlaunin fyrir vel vild og fjárhagslegan stuðning við menningarlífið í bænum. Ráðið valdi síðan Guðleif Sigurjónsson til að hljóta menningar verðlaun ársins fyrir ómetanlegt starf í sjálfboðavinnu árum saman við björgun menningarverðmæta á svæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024