Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Upplifun umræðna á válegum tímum
Fimmtudagur 20. mars 2003 kl. 11:55

Upplifun umræðna á válegum tímum

Þegar ég gekk inn í verslunina í morgun voru þó nokkrir viðskiptavinir að bíða eftir afgreiðslu. Og eins og svo algengt er í litlum samfélögum þekktust flestir sem biðu. Áhyggjusvipurinn skein úr andlitum fólksins, sem kannski búa í sömu götu, þekkja foreldra, ömmur eða afa.
Eldri maður sem stóð í röðinni sagði: „Nú er allt komið í bál og brand. Mér líst ekkert á þetta!“ Maðurinn sem stóð fyrir aftan hann svaraði: „Þetta verður stutt.“ Gamli maðurinn svaraði á móti: „Æi, ég veit það ekki. Mér líst bara ekkert á þetta.“ Ung kona sem var verið að afgreiða sagðist hafa fylgst með sjónvarpinu í nótt. Afgreiðslukonan sagði um leið og hún rétti ungu konunni debet nótuna að það væri ekki hægt að trúa öllu sem fram kæmi í fjölmiðlum um þetta stríð: „Þetta verður rosalegur sálfræðihernaður og þeir eiga eftir að beita öllum ráðum til að villa um fyrir fólki.“ Gamli maðurinn sem var kominn upp að afgreiðsluborðinu sagði að hann hefði trú á því að þeir næðu Saddam: „Þeir verða lengi að finn´ann.“

Þegar stríðið, sem svo margir hafa beðið eftir er runnið upp hafa allir skoðanir. Flestir hafa áhyggjur, en fæstir hugsa ekkert um það. Það var skrýtið að vera í búðinni og fylgjast með samtölum fólksins. Venjulega stendur fólkið og rétt kastar kveðju hvert á annað. En í morgun deildi fólkið áhyggjum sínum vegna tíðindanna sem við fylgjumst með í beinni útsendingu. En eitt er víst að rigningin heldur áfram að bylja og við höldum áfram að lifa. Og við eigum örugglega eftir að horfa á sjónvarpið í kvöld.

[email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024