Upplifðu Skötumessu á ný
Veglegt myndband frá síðustu veislu
Skötumessa er orðinn árviss viðburður í Garðinum og er viðburðurinn vel sóttur af Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum. Steinbogi kvikmyndagerð hefur nú klippt saman áhugavert myndband frá Skötumessu í ár þar sem stemningin er fönguð. Í myndbandinu má m.a. sjá Ásmund Friðriksson fara með gamanmál en þingmaðurinn hefur haft veg og vanda að veislunni síðan árið 2009. Einnig koma fram frábærir tónlistarmenn og ansi skemmtileg eftirherma sem vert er að skoða fyrir þá sem ekki komust, eða þá sem vilja upplifa gleðina aftur.
Myndbandið má sjá hér að neðan.