Upplestur og konfekt á bókasafninu
Hið árlega Bókakonfekt var haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar sl. laugardag. Nokkrir rithöfundar komu í safnið og lásu upp úr og kynntu nýjustu verk sín en það voru Arnaldur Indriðason, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Rúnar Júlíusson kynnti einnig nýútkominn geisladisk sinn, Leið yfir. Bæjarbúar fjölmenntu á þessa uppákomu á laugardaginn, hlýddu á upplestur og tónlistarflutning og gæddu sér á kaffi og konfekti.