Upplestur á tannlæknabiðstofu
Lesið var fyrir starfsfólk á Tannlæknastofu Kristínar og Einars í lestrarátaki Reykjanesbæjar í morgun, en það var starfsmaður Lyfju sem las upp úr smásagnasafni Svövu Jakobsdóttur, Tólf konur.
Lesið hefur verið fyrir 22 fyrirtæki í lestrarátaki Reykjanesbæjar, en fyrsti lestur hófst þriðjudaginn 14. október sl. Frá því átakið hófst hafa öll fyrirtæki tekið því opnum örmum að fá upplestur úr góðri bók á kaffistofuna í morgunkaffinu.
Fjölbreytt bókaval hefur einkennt átakið og hafa sumir lesið upp úr þremur bókum í röð, stutta stund úr hverri. Lestrarátakið heldur áfram til 1. júní á þessu ári.
Myndin: Lesið á tannlæknabiðstofunni á tannlæknastofu Kristínar og Einars.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.