Upplestrarkeppni grunnskólanna: Sigurður Svansson í fyrsta sæti og Bjarki Már Viðarsson í öðru sæti
Þriðjudaginn 24. febrúar s.l. fór fram undankeppni í upplestrarkeppni grunnskólanna í Njarðvíkurskóla. Þeir sem komust áfram stóðu sig mjög vel og var dómnefnd lengi að skera úr um hverjir væru bestir, en úrslit urðu þannig að í fyrsta sæti lenti Sigurður Svansson í 7. EJÁ og í 2. sæti Bjarki Már Viðarsson einnig í 7. EJÁ. Dómnefnd skipuðu, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Drífa Gunnarsdóttir, deildarstjóri og Jónína Friðfinnsdóttir frá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.