Uppistand og töfrabrögð á Top of the Rock í kvöld
Það verður ótrúleg gleði og gaman, mánudagskvöldið 20. desember kl 20:30. Á Top of the Rock. En þar munu stíga á svið þrír frábæri skemmtikraftar. Frábær leið til að losa aðeins um jólastressið.
Fyrstan er að nefna ÓskarP. Sem er ekki ókunnur gestum á Top of the Rock eða Suðurnesjabúum. Þessi frábæri grínisti kemur í jólafrí frá Florida USA, stútfullur af nýju efni í uppistandi sínu. ÓskarP er gífurlega lífsglaður og fallegur drengur með mikinn sjarma og endalausa orku til þess að skemmta fólki.
Svo mun Einar Mikael Töframaður koma. Þar er á ferðinni töframaður sem hefur sýnt í Bandaríkjunum, Færeyjum og hélt sýningu í Óperuhúsinu í Osló, Noregi. Frábær blanda af töfrum og gríni. Hann er grunaður um að hafa fengið undanþágur frá ýmsum þekktum eðlisfræðilögmálum.
Síðast og alls ekki sístan skal nefna til Daníel Örn Töframann. Einnig þekktur sem Danni CloseUp. Daníel hefur skemmt fólki með töfrum í nokkur ár við mjög góðan orðstír. Sagan segir að hann hafi numið í Hogwarts skólanum ári áður en Harry Potter fór þangað.
Sjáumst hress!
Miðaverðið er litlar 500 kr. við innganginn, sem ganga óskipt til skemmtikrafta.