Upphafi aðventu fagnað um helgina
Landsmenn fögnuðu upphafi aðventu um helgina með hefðbundnum hætti. Kveikt var á jólatrjám um víðan völl og jólasveinar létu sjá sig og sprelluðu með börnunum. Á laugardag var kveikt á jólatrénu á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ en tréð myndarlega er gjöf frá vinabænum Kristjansand í Noregi. Í gær var svo kveikt á jólatrjánum í Vogum og Grindavík.
Myndasyrpur frá þessum viðburðum koma inn í ljósmyndasafnið hér á vefnum í dag.
Mynd: Tjúttað við jólasveininn í Vogum í gær.
VF-mynd: Ellert Grétarsson.