Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Uppgötvaði rithöfundinn Jónínu Leós allt of seint
Sunnudagur 28. ágúst 2016 kl. 06:00

Uppgötvaði rithöfundinn Jónínu Leós allt of seint

- Ottó Þórðarson er Lesandi vikunnar hjá Bókasafni Reykjanesbæjar

Hvaða bók ertu að lesa núna?
Ég var að ljúka við Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og bókin er snilld! En núna er ég að lesa tvær bækur, spennusöguna 3 sekúndur eftir höfundana Röslund & Helström og bókina Viðrini veit ég mig vera - Megas og dauðasyndirnar eftir Óttar Guðmundsson.

Hver er þín eftirlætis bók?
Góði dátinn Svejk. Aðalpersónan er svo skemmtileg og hann hefur svo sérstaka sýn á lífið. Það er líka mjög áhugavert hvernig sögunni framvindur.

Hver er eftirlætis höfundurinn þinn?
Pablo Neruda, Isabel Allende, Steinn Steinarr (ég hvet fólk að kíkja á safnið um hann, Steinshús) og Jónína Leosdóttir sem ég uppgötvaði því miður allt of seint, hún er frábær.

Hvernig bækur lestu helst?
Ég les eiginlega allt; skáldsögur, ljóðabækur, fræðibækur, spennusögur og ævintýri. Ég les síst ævisögur, það þarf að vera eitthvað alveg sérstakt til að ég nenni að lesa þær.

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Ferðabókin Kjölfar kríunnar eftir hjónin Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnússon. Einnig nefni ég  ljóðabálkinn Cartas de amor eftir Pablo Neruda. Mér þykir samt erfitt að tilgreina einhverjar ákveðnar bækur. Það er auðvitað fullt af bókum sem ég hef lesið sem hafa haft einhvers konar áhrif á mig eða vakið mig til umhugsunar, jafnvel þó að maður átti sig ekki sérstaklega á því.

Hvaða bók ættu allir að lesa?
Ég held að allir hefðu gott af því að gleyma sér aðeins í heimi Harry Potter. Það er erfitt annað en að hafa gaman af þessum bókaflokki, óháð aldri lesenda.

Hvar finnst þér best að lesa?
Heima!

Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með?
Endurkoman eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones, Eyjan undir hafinu eftir Isabel Allende, Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur og Eragon bókaflokkurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024