Uppeldisnámskeið fyrir foreldra í Grindavík
- Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
Grindavíkurbær stendur fyrir uppeldisnámskeiði fyrir foreldra barna á leikskólaaldri. Efni námskeiðsins byggir á bókinni Uppeldisbókin - að byggja upp færni til framtíðar.
Námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri og eru foreldrar sérstaklega hvattir til að sækja það á meðan barnið er sex mánaða til 3ja ára.
Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir og nær yfir 4 vikur. Tímar eru einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn, frá klukkan 17:00 - 19:00 í leikskólanum Króki. Námskeiðsdagar eru:
25. feb - þriðjudagur
4. mars - þriðjudagur
13. mars - fimmtudagur
18. mars - þriðjudagur
Leiðbeinendur: Bylgja Kristín Héðinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Króki og Björg Guðmundsdóttir Hammer, leikskólakennari með M.Ed gráðu í sérkennslufræðum, deildarstjóri á Króki.
Nánari upplýsingar um verð og skráningu hér.